Lopi

Affelling

Það er misjafnt hverskonar affelling hentar best, þ.e. hvort hún á að vera föst eða laus eða mikið eða lítið áberandi.

Sú affelling sem er algengust er gerð þannig:

 

Prj 2 L og steypið fyrri lykkjunni yfir, *prj 1 L og steypið lykkjunni á undan yfir*.

Endurtakið út umf, slítið frá og dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna. Sjá einnig myndband.

Gott ráð: Þegar komið er að síðustu lykkjunni, smeygið þá V prj í lykkjuna fyrir neðan
og prj hana og síðustu L saman.

 

 

 

 

 

 

 

Ef þörf er á að hafa affellinguna lausa, t.d. í hálsmáli eru til nokkrar aðferðir sem ganga út á það að auka við lykkjufjöldann um leið og fellt er af. Hér er ein þeirra:

 

1.      Prj 1 L, sláið upp á prj. Steypið lykkjunni yfir uppsláttinn. Prj næstu L og steypið yfir fyrri L yfir, sláið upp á prjóninn og steypið L yfir uppsláttinn. Annarri hvorri L er steypt yfir fyrri L og hinni L eru steypt yfir uppsláttinn.

2.      Prj 2 L sl. Stingið V prjóninum inn í lykkjurnar og prj þær saman í gegnum aftari hluta þeirra. Prj 1 L (= 2 L á prj), stingið V prj inn í lykkjurnar og prj þær saman eins og fyrr.

Það getur verið gott að fella af með nál til að ná fram öðru útliti en venjulega.

 

Ef affellingin þarf að vera mjög laus er gott að nota "Jeny's Surprisingly Stretchy Bind-Off". Sjá myndband hér: http://www.youtube.com/watch?v=abBhe-JYmgI

 

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi