Lopi

Uppfitjun 

Það eru til nokkrar tegundir af uppfitjunum sem henta misvel í hin ýmsu verkefni. Algengasta uppfitin og sem kennd hefur verið í grunnskólum er Húsgangsfit sem er einföld og þjál.
Fyrir flíkur úr lopa mælum við með að notuð sé Silfurfit sem er stundum nefnd tvöföld fit. Silfurfitin er sterk og er því tilvalin fyrir peysur, sokka og vettlinga og ekki síst í lopann sem getur slitnað sé tekið vel á honum.


Silfurfit

Taka þarf frá langan enda sem fer í fitina. Lengd garnendans er áætluð eftir gildleika prjónanna sem notaðir eru.

Úr metra af garni fæst ca.:

Prjónastærð

Lykkjufjöldi

3

55

4

50

5

42

6

38

7

33

Gott er að bæta við ca. 15 sm löngum enda til að nota við frágang. Einnig er hægt að taka enda innan úr og utan af sömu dokkunni, leggja þá saman og fitja upp. Þá lendir maður ekki í því að vera með of stuttan enda.

 

Hér má sjá myndband af þessari uppfitjun eða skoða skýringarnar hér að neðan.

 

Búið til lykkju á prjóninn setjið böndin á fingurnar eins og myndin sýnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugið að hafa endann nær ykkur, þ.e. yfir þumalfingurinn (dokkuna fjær).

 

Farið með prjóninn undir bæði böndin á þumalfingri
og ofan í lykkjuna.

  

 

Sækið síðan bandið með á vísifingri....

 

 

 

 

 

 

.... og farið til baka með það upp í gegnum lykkjuna
á vísifingri.

 

 

 

 

 

 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi