Lopi

Plötulopi í stað Álafosslopa

Þrátt fyrir að þrefaldur Plötulopi sé að svipuðum grófleika og Álafosslopi, þá er algengt að prjónað sé lausar úr honum en Álafosslopanum, t.d. með prjónfestunni 12 eða 11½  L í stað 13 L á 10 cm.

 

Ef notaður er þrefaldur Plötulopi í uppskriftir þar sem gefinn er upp Álafosslopi er því ráðlegt að fylgja leiðbeiningum um lykkjufjölda ásamt umferðafjölda á axlastykki að einni eða tveim stærðum minni flík en fylgja leiðbeiningum um lengdarmál á bol og ermum að þeirri stærð sem valin er. 

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi