Þvottaleiðbeiningar
Lopi ullarsápa og Lopi ullarnæring
Skammtur: 25 ml (2 tappafylli) í 5 L af vatni fyrir handþvott eða 75 ml (5 tappafylli) fyrir 4-5 kg af taui í þvottavél.
Álafosslopi, Bulkylopi og Léttlopi:
- Látið flíkina liggja í ylvoglu vatni (30°C) með Lopa ullarsápu í u.þ.b. 10 mínútur. Þvoið síðan varlega í höndunum. Skolið flíkina mjög vel, eða þar til vatnið er alveg tært. Hafið þvotta- og skolvatnið með sama hitastigi.
- Setjið að lokum Lopa ullarnæringu í vatnið og skolið. Nuddið flíkina hvorki né vindið í höndum heldur kreistið úr henni vatnið.
- Að endingu má setja flíkina í þvottavél á vindingarkerfi í 1-3 mínútur. Leggið flíkina síðan til þerris á sléttan flöt og í rétt mál.
Plötulopi:
- Flíkur úr Plötulopa eru þvegnar eins og flíkur úr Álafosslopa, Bulkylopa eða Léttlopa að því undanskildu að í fyrsta þvotti má alls ekki láta flík úr Plötulopa liggja í bleyti.
- Þvoið flíkina varlega með því að kreista hana í þvottavatninu og skolið flíkina strax að loknum þvotti í ylvolgu vatni. Ath. skolið mjög vel, eða þar til vatnið er alveg tært.
Athugið:
Oft er nóg að viðra ullarflík vel í stað þess að þvo hana.
