Um okkur

Íslenskur textíliðnaður hf (Ístex hf) er ullarvinnslufyrirtæki sem vinnur að því að skapa sem mest verðmæti úr íslenskri ull.

Markmið Ístex er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur.

Fyrirtækið rekur ullarþvottarstöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnsla í Mosfellsbæ hefur staðið samfleytt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Ístex hf tók við starfseminni árið 1991. Bændur eiga 80% hlut í Ístex.

Ístex kaupir ull beint frá bændum en félagið þvær og meðhöndlar um 99% af allri íslenskri ull. Ístex miðar að því að lágmarka umhverfisáhrif sín. Þvegin ull frá Blönduósi er vottuð samkvæmt STANDARD 100 by  OEKO-TEX®.

Ístex framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull og má þar nefna Álafosslopa, Einbandi, Jöklalopa, Léttlopa og Plötulopa. Ístex gefur út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun. Þá framleiðir Ístex ullarteppi og hefur hafið framleiðslu á sængum úr íslenskri ull. 

Vörur Ístex eru seldar víða um heim.

Hlutabréf til sölu

Ullarinnleggjendum býðst að kaupa hlutabréf félagsins á genginu 8,5 í gegnum ullarviðskipti á Bændatorgi frá 15. mars til 15. maí.

Hægt verður að skrá sig í gegnum Bændatorg (Bondi.is), hafa beint samband í gegnum siggi@istex.is eða í síma 566 6302.  

Framundan eru stór verkefni til að auka framleiðslugetu Ístex og sækja enn frekar fram á veginn til að tryggja arðsemi félagsins til framtíðar.   

Hér er undirritaður ársreikningur Ístex fyrir árið 2021. 

Stjórn Ístex 

Hafa samband

Sölumál – Skrifstofa, 566-6300

Spunaverksmiðjan í Mosfellsbæ, 566-6300

Ullarþvottarstöðin á Blönduósi, 483-4290

Gæða- og þróunarmál, 566-7730

Ullarviðskipti og ullarflokkun, 483-4290

Afreikningar bænda, 566-6302

Hlutabréf, 566-6302

Inn- og útflutningur, 566-6300

Helstu stjórnendur

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri, 566-6302

Jón Haraldsson, verksmiðjustjóri í Mosfellsbæ, 566-6306

Guðmundur Svavarsson, verksmiðjustóri á Blönduósi, 483-4290

Rebekka Kristjánsdóttir, gjaldkeri og sölustjóri, 566-6304

Stjórn

 

Gunnar Þórarinsson, stjórnarformaður

Jóhannes Sveinbjörnsson, varaformaður

Halla Eiríksdóttir, ritari

Jóhann Ragnarsson

Guðfinna Harpa Árnadóttir

Innskráning