Lopi
Blönduóss vettlingar

Skemmtilegir vettlingar sem hægt er að hafa tvílita, marglita í sauðalitunum eða litríka eins og hér. Þegar byrjað er á nýjum lit eru endarnir þæfðir saman til að ekki þurfi að ganga frá eins mörgum endum í lokin.

Uppskriftin að þessum vettlingum er í grunninn uppskrift sem fundin var á netinu og heitir „Newfoundland mittens“.
Hér er hún færð í íslenska lopann og viðeigandi prjónastærð. Nafnið varð til þegar annar vettlingurinn var prjónaður á leið til Blönduóss.

Allir endar eru þæfðir saman þannig: Þegar byrjað er á nýjum lit er slitið frá þegar 2-3 lykkjur eru eftir í gamla litnum og nýr litur splæstur/þæfður við með því að kljúfa endann í tvennt (ca 3 cm), slíta annan þráðinn í burt (á báðum litum) og leggja endana saman þannig að „þykki“ hlutinn snertist en þunnu endarnar vefjast um legginn á hvorum öðrum. Litaskiptin sjást í fyrstu lykkjunum á nýjum lit.

www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi