Lopi

Upplýsingar varðandi ullarviðskipti

 

Ístex kaupir einungis haust- og vetrarrúna ull af lifandi fé frá framleiðendum á tímabilinu frá 1. nóvember til 31. maí ár hvert. Ull sem rúin er á tímabilinu frá 1. júní til 30. september er yfirleitt ekki vinnsluhæf og er því ekki tekið við henni. Þeir sem telja sig vera með vinnsluhæfa ull geta skilað henni eftir 1. nóvember en tekið skal fram að þófnar tvíreyfur og ull með snoði utan á reyfi er óvinnsluhæf með öllu.

 

Verklag:

Flokka þarf ullina eftir lit og gæðum. Eftir að ullin hefur verið flokkuð, pökkuð og vegin þurfa ullarinnleggjendur að skrá flokkun ullarinnar. Að skráningu lokinni þarf að prenta út skráningarseðil, gjarnan í tvíriti og skal annað eintakið afhent flutningsaðila. Ef ekki eru tök á að skrá ullina á netinu skal skrá á blað upplýsingar um  magn í hvern flokk, pokafjölda og heildarþunga. Þar skal einnig koma fram hvort og þá hvenær ullin var skráð í gegnum síma. Blað með ofangreindum upplýsingum skal fylgja þeim sendingum sem ekki fylgir útprentaður skráningarseðill. Sama vinnulag gildir ef ullin er afhent beint í þvottastöð. Skrá verður á pokana: kennitölu, ullarflokk og þyngd ásamt heildarpokafjölda í hverri sendingu.

 

Upplýsingar um skráningu:

Skráð á Bændatorgi: www.torg.bondi.is/umsoknir/ullarmat

Ef ekki eru tök á að skrá á Bændatorgi þarf að koma upplýsingum um flokkun til Ístex:

Ullarþvottastöð Blönduósi; sími 483-4290, farsími 892-5670, fax 483-4020, netfang ull@istex.is

Skrifstofa Ístex í Mosfellsbæ; sími 566-6300, fax 566-7330, netfang istex@istex.is

 

Uppgjör:

Ull sem skráð er á tímabilinu 1.11.2018 til 31.1.2019 er greidd í síðasta lagi 30.06.2019.

Ull sem skráð er á tímabilinu 1.2.2019 til 31.5.2019 er greidd í síðasta lagi 31.8.2019.

 

Upplýsingar:

Frekari upplýsingar um fyrirkomulag má finna með því að fara inn á hlekkina hér fyrir neðan:

Upplýsingar varðandi ullarviðskipti 

 

  

icelandic wool
Woolmark
www.istex.is / istex@istex.is / Sími 566 6300 / Fax 566 7330 / © 2010 lopi